Um okkurHeimili rafrænna námslausna

Hver erum við?

Upphaf alls var hugarbrot um hvernig mætti nálgast nemendur með öðrum hætti en með lestri pappírsbóka.

Hugsunin var að komast inn í snjalltækið og að nemandanum. Því upphófst vinna að við að skrapa saman efni teikna upp myndir og setja saman rafrænt námsefni.

Fyrstu útgáfu af Töfrum efnafræðinnar, sem var fyrsta útgafa höfundar, var gefin út 17. Júní 2014. Þá hafði efnið verið í tilraunakennslu hjá höfundi í Menntaskólanum á Akureyri.

Síðan hafa mál þróast áfram með útgáfu fleiri rafbóka sem nú eru alls fjórar.

Nýjast skrefið í þessum málum er þessi vefur, sem við vonumst til að eigi eftir að reynast vel og gefi fleirum kost á að ná tökum á því námsefni sem þeir eru að vinna í.

Forsíða Töfra efnafræðinnar

Höfundur, Guðjón Andri Gylfason, er Lífefnafræðingur og Framhaldskólakennari við Menntaskólann á Akureyri með brennandi áhuga fyrir námsefnisgerð og hvernig megi koma námsefni á framfæri við nemanda nútímans.