Töfrar Efnafræðinnar

Bókin er grunnur almennrar efnafræði sem skipt eru upp í átta kafla. Efnistök spanna grunnatriði fyrir nemendur sem eru að koma að efnafræði í fyrsta skipti. Farið er í byggingu atómins og lotukerfi, jónir og sameindaefni og nafnakerfi þeirra. Mól og mólstyrks reikningar teknir á dýptina með fjölbreyttum magnbundnum reikningum. Bókin kynnir grunnatriði þriggja efnahvarfa þ.e. sýrur-basahvörf, oxunar-afoxunarhvörf og fellingarhvörf. Farið er eiginleika gasa og gaslögmálin og kjörgaslögmálið.

Í hverjum efnisþætti eru sýnidæmi um hvernig best sé að nálgast þau verkefni og dæmi sem efnafræðin tekur á. Í sýnidæmunum er farið skref fyrir skref í gegnum hvernig þau eru leyst og oftar en ekki má heimfæra þau á verkefni kaflanna. 

 

Verkefni

Að jafnaði eru fjölmörg verkefni úr hverjum kafla, samtals 238 sem deilast nokkuð jafn á kaflana. Verkefnunum er jafnan skipt upp eftir hverjum undirkafla og svo stærri dæmi í lokin. Dæmin eru jafnvel svo mörg að velja þarf úr eftir því hvar áhersla hvers kennara liggur en gefur nemendum líka möguleika á fara betur á dýptina í námsefninu.

Aðgangur að lausnum eru utan bókarinnar og eru hýstar á sér slóð á vefnum sem hægt er að gefa nemendum aðgang að. Að einhverju leiti eru til ítarlegar reiknaðar lausnir á vefnum líka sem jafnan eru ekki ætluð nemendum.

Kennslumyndbönd

Fyrir hvern undirkafla bókarinnar er kennslumyndband. Þar sem farið er yfir efni hans og tekin sýnidæmi þar sem það á við.

Hafðu samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar um hvað sem er getur þú haft samband við okkur og við reynum að svara þér eins fljótt og við verður komið.