Hver erum við?

um höfundinn

 

Hæ, Ég heiti Andri og er framhaldskólakennari við Menntaskólann á Akureyri. Þegar ég hóf kennslu fann ég líkt og margir aðrir þörfina fyrir íslensku efni í efnafræði. Ég hóf því það risavaxna verkefni að setja saman íslenskt efni og teikna skýringarmyndir fyrir bækurnar. Fyrsta bókin, Töfrar Efnafræðinnar kom út í byrjun skólaársins 2010. Síðan hefur bæst í flóruna og eru bækurnar nú orðnar fjórar. Síðasta bókin er þó enn á vinnslustigi og verð ég með hana í tilraunakennslu haustið 2024.

Ýmsir hafa komið að útgáfunni s.s. í faglegum ráðleggingum, yfirlestri og styrkjum. En Þróunarsjóður námsgagna hefur í tvígang styrk mig í verkefninu auk þess sem Hollvinasjóður MA hefur stutt við bakið á mér.

Ég þigg allar ábendingar um það sem má betur fara í bókunum en auðvelt er að uppfæra þær nokkuð hratt þar sem þær eru allar rafrænar á veraldarvefnum.

Hafðu samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar um hvað sem er getur þú haft samband við okkur og við reynum að svara þér eins fljótt og við verður komið.