Hinn kviki efnisheimur

Bókin er ætluð fyrir framhaldsáfanga í efnafræði þar sem nemendur hafa klárað almennan grunn í faginu. Í bókinni eru sex kaflar sem eru umtalsvert efnismeiri heldur en í Töfrum efnafræðinnar. Fyrst er farið yfir varmafræðina af nokkurri dýpt og þaðan farið inn í hraðafræðina fyrir efnahvörf. Jafnvægishugtakið er því næst tekið fyrir að nokkurri dýpt til að búa nemendur undir það að hagnýta það fyrir ólíkar gerðir efnahvarfa. Því næst er farið aftur yfir grunnin í þremur gerðum efnahvarfa og jafnvægishugtakið fléttað inn í þá umræðu. Sýru-basa hvörfin eru fyrirferðarmikil en jafnframt er farið af nokkurri dýpt í oxunar-afoxunarhvörf m.t.t. rafhlaða.

 

Verkefni

Að jafna eru fjölmörg verkefni úr hverjum kafla, samtals 244 sem deilast nokkuð jafn á kaflana en varmafræðin er þó nokkuð fyrirferðamikil. Verkefnunum er jafnan skipt upp eftir hverjum undirkafla og svo stærri dæmi í lokin. Dæmin eru jafnvel svo mörg að velja þarf úr eftir því hvar áhersla hvers kennara liggur en gefur nemendum líka möguleika á fara betur á dýptina í námsefninu.

Aðgangur að lausnum eru utan bókarinnar og eru hýstar á sér slóð á vefnum sem hægt er að gefa nemendum aðgang að. Að einhverju leiti eru til ítarlegar reiknaðar lausnir á vefnum líka sem jafnan eru ekki ætluð nemendum.

Hafðu samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar um hvað sem er getur þú haft samband við okkur og við reynum að svara þér eins fljótt og við verður komið.